top of page

 

 

Vatnið í lóninu

Það voru gerðar rannsóknir á vatninu í Bláa lóninu. Settar voru mannabakteríur út í vökvann og þær drápust. Svo að þessu leyti má segja að lífríkið í lóninu hafa búið til einhverskonar sótthreinsunarkerfi. Það hafa líka verið læknar með sjúklinga í Lóninu með sýkt sár og sárin hafa gróið mjög hratt.  Rannsóknir hafa sýnt fram á að enginn sveppavöxtur sé í lóninu en það hafa fundist tvær lífverur, blágrænir þörungar og ný baktería sem ekki hefur fundist annarsstaðar.

 

Í Bláa lóninu eru helst þörungar sem heita Leptolyngbya erebi var thermalis. Þessi tegund af þörungi dafnar vel í volgu vatni og vex oftast á kísilsameindum.  Á stöðum þar sem mikið  er um þörunga myndast oftast grænar breiður og kísilleðjur sem eru fullar af þörungum og eru oftast grænleitar. Mörgum psoriasissjúklingum finnst  að grænleita leðjan hafi mestu áhrifin á psoriasisútbrotin. En aðrir telja að það sé ekki satt. Þessir tegund af þörungum er ekki talin vera á neinum öðrum stað í heiminum allavega ekki við sömu aðstæður.

 

Í Lóninu er svo önnur lífvera sem er staflaga baktería sem nefnist silicibacter lacuscaerulensis. Þetta er ný tegund af bakteríu og hún hefur ekki verið fundin á neinum öðrum stað í heiminum. Það mætti þýða nafn hennar á íslensku sem kísilbakterían úr bláa lóninu. Það er mikið um þessa bakteríu að ræða í lóninu og hún heldur sig við lónið en ekki á ytri skilyrðum þess. Bakterían borðar engan mat sem hefur ekki verið blandaður við vatnið úr Bláa lóninu. Því er mikið verið að spá í hvort að bakterían og þörungarnir séu orsökin að lækningamætti lónsins. Á ónæmisdeild Landspítalans hafa verið gerðar rannsóknir á floti þar sem bakterían lifir og þær benda til að bakterían geti búið til efni sem hefur áhrif á ónæmiskerfið.

 

Ef þú baðar þig oft eða í langan tími þornar húðin yfirleitt upp. Þetta er mjög áberandi hjá gestum sem fara í Bláa lónið. Það er vegna að flestir sem fara í lónið nudda kísilleðjunni sem finnst á botni Lónsins á húðina á sér. Leðjan drepur dauðar húðfrumur á húðinni og hún verður mjúk eftir á. En til að að koma í veg fyrir á að húðin verði ekki þurr er nauðsynlegt að muna að bera rakakrem á húðina eftir að hafa baðað sig í Bláa lóninu. Ef að hárið fer ofan í Bláa lónið verður það þakið kísilsameindum. Hárið verður stíft, endarnir verða þurrir og mjög erfitt að eiga við það í nokkra daga eftir á. Því er gott að bera næringu í hárið áður en farið er ofan í.

bottom of page