top of page

Saga Bláa lónsins

Bláa lónið er á Reykjanesskaga á Reykjanesi. Reykjanes er mjög eldbrunnið landsvæði og þess vegna er lítill gróður þar. Svæðið þar er mjög virkt eldfjallasvæði og eru jarðskjálftar tíðir. Segja má að Reykjanes „gangi í sundur“ eða þar eru flekaskil. Fyrir u.þ.b. 800 árum var gos í Reykjaneskerfinu. Gosin urðu svo uppi á landi á þessum árum og mynduðu hraunfláka, þar sem Bláa lónið er nú.

Hraunið sem kom eftir þessi eldgos var ekki þétt svo það hleypti sjó í gegnum sig. Djúpt niðri í iðrum jarðar eru katlar sem eru fullir af jarðsjó. Það er búið að bora þar niður fyrir hitaveitu Reykjaness, þannig jarðsjórinn kemur -upp frá iðrum jarðar og fer í gegnum gljúpt hraunið. Þannig blandast jarðsjórinn við ferskvatnið sem er þar fyrir, þá kælir ferska vatnið jarðsjóinn og gerir vatnið um 37° sem gerir okkur kleift að baða okkur í lóninu.

 

Það hafði myndast lón árið 1976 í Svartsengi. Fólk prófaði að baða sig í lóninu og kom í ljós að jarðsjórinn hafði góð áhrif á húðina. Árin 1987-1995 var fyrsta búningsaðstaða og baðaðstaða fyrir almenning opnaðar. Sérstök lækningalind fyrir psoriasis sjúklinga var sett á laggirnar og í kjölfarið voru fyrstu húðvörurnar þróaðar og seldar. Árið 1992 var hlutafélag  stofnað um Bláa lónið og hefur frá þeim tíma verið unnið markvisst að því að skapa verðmæti úr hinni náttúrulegu auðlind sem jarðsjórinn er.

 

Bláa lónið var og er einn vinsælasti og mest sótti ferðamannastaður Íslands. 

Bláa lónið hefur verið um árabil í hópi bestu heilsulinda heims og fyrir framúrskarandi aðstöðu og einstaka upplifun hlotið fjölmargar viðurkenningar t.d. hefur það fengið spa viðurkenningar, umhverfisviðurkenningar, viðurkenningar fyrir arkitektúr og hönnun o. s. frv. Blue Lagoon jarðsjórinn er hornsteinn starfseminnar en hann er hluti vistkerfis sem varð til með samspili náttúru og vísinda.

bottom of page