top of page

Psoriasis

Psoriasis er ólæknanlegur sjúkdómur og aðeins er hægt að halda einkennum hans niðri. Hann er bólgusjúkdómur húðar. Einkenni Psoriasis eru sjálfsofnæmi, óeðlileg þroskun og of hröð frumuskipting í frumum yfirhúðar. 2% manna þjást af Psoriasis.

 

Psoriasismeðferð er náttúruleg meðferð sem byggir á lækningamætti jarðsjósins. Jarðsjórinn er samsettur úr hafsjó (65%) og ferskvatni (35%). Jarðsjórinn í Bláa lóninu inniheldur virku efnin, kísil, þörunga og steinefni sem eru grundvallaratriðin í  lækningamættinum sem jarðsjórinn býr yfir. Náttúrulegt umhverfi svo sem ferskt loft, hreint vatn og blue lagoon húðvörurnar skipta einnig miklu máli í meðferðinni.

 

Meðferðin í Bláa lóninu hefur verið í boði síðan 1994. Það hefur verið sýnt fram á í mörgum rannsóknum að jarðsjórinn hafi jákvæð og mikil áhrif á einstaklinga sem þjást af húðsjúkdóminum Psoriasis. Klíniskar rannsóknir hafa sýnt fram á að það fæst meiri bati við böðun í Bláa lóninu en að stunda UVB-meðferð. Meðferðin stendur í 4 vikur og í hverri viku baða sjúklingarnir sig 5 sinnum. UVB-meðferðinn getur haldið einkennum ofnæmisfrumanna niðri. En áhrifin af að baða sig í jarðsjónum er ennþá óljós.

 

Það var gerð tilraun á 6 sjúklingum, tveir voru settir í UVB-meðferð, tveir í baðmeðferð í jarðsjónum tvisvar sinnum á dag og síðan tveir sjúklingar sem voru settir bæði í baðmeðferðina og UVB-meðferðina. Í ljós kom að mestu áhrifin voru ef báðar meðferðirnar voru stundaðar samtímis. Árið 2013 komu um 70 erlendir meðferðargestir frá yfir 20 mismunandi þjóðlöndum í Bláa Lóns psoriasismeðferð.

 

Þetta byrjaði allt þannig að það vann starfsmaður í verksmiðjunni sem þjáðist af Psoriasis. Hann byrjaði að baða sig í lóninu eins og aðrir voru að byrja að gera á þeim tíma. Hann taldi sig hafa hlotið bata við að baða sig í Lóninu og fleiri sjúklingar byrjuðu að baða sig og það kom í ljós að þetta hafði jákvæð áhrif á sjúklingana.

 

bottom of page